Grilluð svínarif

ribsSólon bað nýlega um grilluð rif í matinn. Uppáhaldsrifin okkar er frá Jóni Erni í Kjötkompaníinu í Hafnarfirði. En afþví að við áttum ekki leið í bæinn í vikunni, og ég fann hrá rif í Nettó, þá ákvað ég bara að reyna að elda þau sjálf frá grunni. Það tókst mjög vel með uppskrift sem ég fann á netinu og hún er hér að neðan. Reyndar brenndi ég rifin aðeins á grillinu og kenni því um hvað var dimmt á pallinum hjá mér – þann 11. desember er náttúrulega orðið koldimmt um kvöldmatarleytið. En kjötið var gott og við eigum eftir að prófa þetta aftur þegar bjartara er á pallinum.

Lesa meira

Thailensk kjúklingasúpa

thaiEla matselja í Garðaskóla er súpusnillingur og hún kynnti mig fyrir þessari frábæru súpu. Það fer einstaklega vel um kjúklinginn í hnetusmjöri, karrý og kóríander. Það var hvalreki fyrir mig þegar Marta Smarta benti á uppskrift Berglindar á síðunni Gulur, rauður, grænn og salt að einmitt þessari ljúffengu súpu. Ég mallaði þetta fyrir afmælið hans Kára síðasta haust og súpan varð strax uppáhalds í fjölskyldunnu. Ég er meira að segja búin að lofa Silla að elda þetta fyrir pókerkvöld sem hann ætlar að halda einhvern tímann, en það hefur ekki komist í verk ennþá. Ég tek uppskriftina nánast orðrétt frá Berglindi því ég hef engu við þetta að bæta. En þetta er grundvallarsúpa í uppskriftabókinni minni. Lesa meira

Grillað naanbrauð

naanFyrir langa löngu klippti ég sáraeinfalda uppskrift að grilluðu naanbrauði úr dagblaði. Ég hef oft dáðst að systrum mínum þegar þær hafa búið til þetta flotta brauð með matnum. En ég hef aldrei nennt að prófa þetta sjálf – fyrr en í dag! Gamla úrklippan reyndist frábærlega. Ég átti reyndar ekki heilhveiti og notaði því meira af hvítu hveiti, það var ljómandi gott. Ég skipti líka AB-mjólkinni út fyrir venjulega súrmjólk sem þykir bragðbetri á mínu heimili. Lesa meira

Lamb á norður afrískan máta

OLYMPUS DIGITAL CAMERAMaggý mágkona mín kom í vikunni og gaf mér norskan uppskriftabækling. Hún var sjálf á leiðinni að búa til lambapottrétt og ég fékk því á heilan að prófa eitthvað nýtt úr niðurskornu lambalæri sem ég átti í frysti. Í bæklingnum frá henni var meðal annars þessi uppskrift að lambi með ávöxtum og hunangi, eldað hægt að norður afrískum hætti. Lesa meira

Perur í eftirrétt

pearsNiðursoðnar perur eru dísætar og gómsætar í eftirrétt. Ef maður á dós í búrinu hjá sér geta þær reddað málum á einfaldan hátt. Allra einfaldast er að leggja peru og vel af safa út á vanilluís og bera svo fram. Svo má gera einfalda rétti eins og hér að neðan.

Ég á sjálf eftir að prófa að sjóða perur í rauðvíni og gera aðra eftirrétti úr ferskum perum. Kannski ég helli mér í það á nýju ári. Lesa meira

Kartöflur og chorizo

chorizo-potatoeNú um hátíðarnar fann ég bloggið „Ljúfmeti og lekkerheit“ og hef notað það mikið til að lífga upp á matarborðið hjá okkur. Takk Svava fyrir frábærar uppskriftir og mjög skemmtilegt blogg.

Í dag fékk ég dóttur mína og tengdason í heimsókn og vildi hafa léttan brunch í boði án þess að þurfa að standa á haus í eldhúsinu. Þá fann ég þennan frábæra kartöflurétt sem við bárum fram með ostum, brauði og ávöxtum. Ég lagaði uppskriftina hennar Svövu örlítið að sjálfri mér, minnkaði laukinn t.d. af því að ég er ekki rosalega mikil lauk kona. Einfalt og gott. Lesa meira