Andalúsísk kjúklingasúpa

Kjúklingasúpa er nánast alltaf góð og þessi bregst aldrei. Andalúsíska súpan er í miklu uppáhaldi í Eskihlíðinni. Ég fann þessa uppskrift í gamalli sænskri heimilisfræði kennslubók: Vi kokar och bakar 2.

andalusisk-soppaÍ leit að mynd af þessari súpu fann ég aðra uppskrift að súpu sem líka er kennd við Andalúsíu. Þessar tvær súpur eiga ýmislegt sameiginlegt: kjúklinginn, basil, tómat og hvítlauk en í þessari sem ég á eftir að prófa er líka notað saffran – það hljómar ekki illa.

Andalúsísk kjúklingasúpa

 • 8 dl vatn
 • 2 teningar kjúklingakraftur
 • 1 gulrót, sneidd
 • 2 celery stilkar, sneiddir
 • 1 laukur, saxaður
 • 1 púrrulaukur, sneiddur
 • 1 papríka, skorin í bita
 • 1 msk hrísgrjón
 • 1 dós (400 gr) niðursoðnir tómatar, saxaðir
 • 1 hvítlauks rif, pressað eða saxað
 • 1 steinseljukvistur, saxaður
 • 250 gr kjúklingakjöt, soðið og skorið í bita
 • ½ tsk aromat
 • ½ tsk basil (þurrkað)
 • 2 dropar tabasco

Sjóðið kjötið ef þið eigið ekki afgang til að nota í súpuna.

Kveikið undir vatni með kjúklingakraftinum út í. Hreinsið og skerið niður gulrót, celery og lauk, bætið út í soðið og sjóðið. Hreinsið papríku og púrru, skerið og bætið út í soðið ásamt hrísgrjónunum. Hrærið í nokkrar mínútur. Saxið tómata, hvítlauk og steinselju og skerið niður kjúklinginn. Hellið út í soðið og bragðbætið með kryddunum. Látið súpuna sjóða við lágan hita í 20 mínútur. Bætið við vatni og kryddi eftir smekk.

Berið fram með brauði og smjöri.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s