Fiskisúpa karlmannsins

Þetta er ein af uppskriftunum úr Fréttablaðinu. Mig minnir að stjórnmálamaðurinn Guðmundur Steingrímsson hafi gefið þetta í blaðið – en ég er ekki alveg viss að það hafi verið hann. Þetta er góð súpa og galdurinn virðist vera kryddstaukurinn. Ég hef aldrei notað allan staukinn eins og sagt er í uppskriftinni, en prófið það bara. Þetta er frjálsleg eldamennska.

Fiskisúpa karlmannsins

 • smjör
 • heill hvítlaukur, kraminn
 • 3-400 gr rækjur
 • 4 smokkfiskar
 • gulrætur
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • ½ l matvinnslurjómi
 • Heill staukur „eftirlæti hafmeyjunnar“ frá Pottagöldrum
 • salt
 • hvítvín, ef til
 • púrtvín, ef til
 • sulta (t.d. rifs-) ef vínið er ekki til
 • smá chili duft
 • fiskmeti að vild

Smjör, hvítlaukur, rækjur, smokkfiskur og gulrætur er látið malla eins lengi og kokkinum sýnist. Öllu öðru er bætt út í og látið sjóða hægt og rólega í dágóða stund og smakkað til  og nostrað við það.

Áður en súpan er borin fram er fiski/skelfiski að vild bætt út í.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s