Gulrótarsúpa með kókos

carrot-soupEngifer er dásamlegur. Hann virðist passa með hverju sem er og hér er hann aðalkryddið í gulrótarsúpu sem væri eflaust bara væmin án hans. Uppskriftina fann ég á mbl.is en ég veit ekki hvort hún er þar ennþá.

Gulrótarsúpa með kókos

  • 1 laukur, saxaður
  • 3-4 cm engiferrót, flysjuð og skorin
  • 10 gulrætur, flysjaðar og skornar í bita
  • 1 msk karrý
  • 1 tsk chili flögur
  • 5 dl grænmetissoð
  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • ólívuolía

Hitið olíuna og stekið laukinn ásamt engifer þar til brúnast. Bætið út í karrý og chili og hrærið saman. Bætið gulrótum út í, steikið í 5 mín. Hellið heitu soðinu út í, hærið vel og leyfið að malla í 15 mín.

Maukið. Bætið kókosmjólk í pottinn, hitið að suðu, mallið í 3 mínútur.

Það er líka gott að bæta soðnum kjúklingi í þessa súpu, þá má nota kjúklingasoð í stað grænmetissoðsins.

Berið fram með graslauk og naan brauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s