Martini er flottur drykkur. Þetta sérstaka glas, ólívan og James Bond. Mér finnst ekki allar útgáfur af honum góðar. Til dæmis fékk ég einu sinni Vodka Martini á bar í Boston og það var hræðilegt. Sem betur fer var ég þá í góðum félagsskap og vinkonum mínar gátu hlegið mikið að mistökunum. Hér er svo uppskrift að alvöru, dásamlega góðum Martini. Uppskriftin er fengin úr bók David Biggs Kokkteilar.
Martini
- einn hluti gin
- einn hluti vermút (sætur eða þurr eftir smekk)
- 4-8 ísmolar
- skraut: kokkteilber í sætan, ólíva í þurran
Setjið ísmola í blöndunarglas (4 í þurran, 8 í sætan), bætið gin og vermút út á og hrærið vel. Síið drykkinn í martiniglas og skreytið með kokkteilberi/ólífu á prjóni.
Auglýsingar