Skólastjórasúpan

skolastjorasupaÞessa súpu smakkaði ég fyrst í súpuboði sem Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla hélt á einhverri ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Mér fannst mjög flott að skólastjórinn skyldi sjálfur sjóða súpu ofan í ráðstefnugesti og ausa í skálarnar. Uppskriftina fékk ég samt ekki frá Helga heldur Guðrúnu Björk Einarsdóttur, textílkennara í Garðaskóla.

Skólastjórasúpan

 • 3–4 matsk. olía
 • 1 1/2 matsk. karrý
 • 1 heill hvítlaukur
 • 1 blaðlaukur
 • 1 rauð paprika
 • 1 græn paprika
 • 1 lítið blómkálshöfuð
 • 1 lítið brokkolihöfuð 
 • 1 flaska Heins Chilisósa
 • 1.5 líter kjúklinga- eða grænmetissoð
 • 400 gr. rjómaostur
 • 1 peli rjómi
 • 4 kjúklingabringur
 • Salt og pipar

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu. Chilisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

Kjúklingabringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.

Það má draga úr bragði og fituinnihaldi með því að nota ekki alveg heila flösku af chilisósunni og helminga rjóma og rjómaost

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s