Tómatsúpa með spínati og kjúklingabaunum

Þetta er súpa sem er engri annarri lík. Ég smakkaði hana fyrst hjá Elu matráði í Garðaskóla en hún hafði fengið uppskriftina úr Gestgjafanum. Þetta er matarmikil, holl og bragðgóð súpa og hún er góð tilbreyting frá nautahakki og kjúklingi.

Tómatsúpa með spínati og kjúklingabaunum

 • 1 laukur, saxaður
 • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 • 1 rauð papríka, skorin í bita
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 ½ tsk kummin (cumin)
 • 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée)
 • 1 kjúklingateningur
 • 700 ml vatn, sjóðandi
 • 1 dós kjúklingabaunir
 • 1 msk rauðvínsedik
 • 2 tsk sykur
 • nýmalaður pipar
 • salt
 • væn hnefafylli af spínati

Látið lauk, hvítlauk og papríku krauma í olíunni við meðalhita í 5 mínútur. Hrærið kummin saman við og síðan tómatmaukinu. Bætið vatni og kjúklingateningi út í og hrærið vel. Bætið út í kjúklingabaunum, ediki, sykri, pipar og salti. Látið malla í 6-8 mínútur. Smakkið og bragðbætið. Bætið spínatinu út í 1-2 mínútum áður en súpan er borin fram.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s