Kristján Rafn Heiðarsson er matreiðslumeistari og kennari í Garðaskóla. Hann eldar dásamlegan mat þótt ég sé ekki sammála honum um hvernig eigi að elda lambakjöt. Ég fann þessa uppskrift að sveppasósu í blöðum frá honum og nota þessa sósu með alls konar kjöti – hún er alltaf rosalega góð.
Rjómalöguð sveppasósa
- 1 laukur, saxaður
- 200 gr sveppir, sneiddir
- 20 gr smjör
- 4-5 dl rjómi
- 1 msk soya sósa
- kjötkraftur (Oscar nautakraftur er bestur)
- svartur pipar
Laukur og sveppir steiktir í smjörinu. Rjóma bætt útí ásamt soya sósunni. Sjóðið við lágan hita í 20-30 mínútur. Smakkið til með kjötkraftin og pipar.
Mjög bragðgóð sósa með dökku og reyktu kjöti.
Auglýsingar