Austurlensk grænmetissúpa

really-cookingSúpur eru dásamlegur matur. Og Anna Ragnarsdóttir er dásamleg kona. Þannig að uppskrift að austurlenskri grænmetissúpu frá henni hlýtur að vera dásamleg. Þarna eru hvítlaukur, engifer, karrý og kókosmjólk – namm.

Austurlensk grænmetissúpa

 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksrif (líka hægt að nota hvítlauksduft)
 • 1 rauð paprika
 • ca. 3 cm engiferrót
 • 4 gulrætur
 • 2 sætar kartöflur
 • 2 msk sweet chilli sósa
 • hnífsoddur af curry paste (ég notaði í staðinn karrý og cummin)
 • 3/4 lítra grænmetissafi (Rynkeby, fæst í Bónus)
 • 3/4 lítra tómatsafi (Rynkeby, fæst í Bónus)
 • 1 stór dós kókosmjólk
 • salt og pipar
 • grænmetiskraftur, 2-3 teningar
 • Ferskt kóríander
 • Sýrður eða þeyttur rjómi.

Steikið lauk og hvítlauk í potti í smá olíu og setjið svo restina af grænmetinu út í. Bætið vökva við og látið malla þar til grænmetið er mjúkt. Maukið með töfrasprot (líka hægt að setja í matvinnsluvél). Setjið krydd út í. og smakkið til. Saxið niður ferskt kóríander og setjið í súpuna eða hafið með til hliðar. Hafið sýrðan (eða þeyttan) rjóma með til hliðar.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s