Avókadó salat

avocadoAð mínu mati er avókadó yndislegur matur. Mér finnst mjúk áferðin, holl fitan og milt bragðið dásamlegt í sjálfu sér. Svo er ennþá betra að blanda þessum einstaka ávexti saman við eitthvað sterkt og sérkennandi. Í þessu salati er það tómatur, laukur og kóríander sem fær þann heiður að skerpa á avókadóinu.

Í frétt á vefnum Heilsubót er fjallað um hollustuna í avókadó. Ég vil bæta við þetta húsráði sem ég lærði af búlgörskum vinkonum mínum: ef þú viltu búa þig vel undir gott drykkjukvöld, þá skaltu byrja kvöldið á því að skera avókadó í tvennt, taka steininn úr og fylla holuna af góðri ólívuolíu. Borðaðu þetta með skeið og þá getur þú tekist á við hvaða brugg sem er.

Avókadó salat

  • 4 tómatar
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 vel þroskað avókadó
  • knippi af ferskum kóríander

Saxið tómat, lauk og kóríander. Skerið avókadó í sneiðar eða bita eftir því hvað þér finnst skemmtilegra að bíta í. Blandið saman og berið fram með hrökkbrauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s