Djúpsteiktar rækjur í súrsætri sósu

djupsteiktar_raekjurDjúpsteiktar rækjur eru svo djúsí að manni hlýtur að þykja þær góðar. Sýnir mínir borða fátt annað þegar við förum á austurlenskan veitingastað. Einstöku sinnum hef ég lagt í að elda þetta heima og þá eru rækjurnar bara ennþá betri. Allt brasið er fyrirhafnarinnar virði þegar maður sér rækjurnar renna ofan í matargestina. Uppskriftina hef ég eftir Úlfari Eysteinssyni en ég man ekki út úr hvaða dagblaði ég klippti þetta á sínum tíma. Myndina fékk ég frá Ragnari Ingvarssyni og það er vel þess virði að lesa bloggið hans um kínverska veislu.

Djúpsteiktar rækjur

 • 1/2 kg. rækjur
 • hveiti 

Veltu rækjunum upp úr hveitinu áður en þú dýfir þeim í deigið:

 • ¾ dl matarolía
 • 100 gr hveiti
 • um 2 dl mjólk
 • 1 egg

Allt efnið hrært vel saman í stórri skál. Dýfið rækjunum svo ofan í deigið og þaðan beint ofan í djúpsteikingarpottinn eða pönnu með mikilli olíu. Steikið þar til rækjurnar eru gullinbrúnar.

Súrsæta sósan

 • ½ bolli vatn
 • ½ bolli sykur
 • ½ bolli vínedik
 • 1 msk tómatpurré
 • 1 msk soya sósa
 • 1 smátt saxaður laukur
 • 2 smátt saxaðar gulrætur
 • 1 fínt saxað hvítlauksrif
 • kartöflumjöl og vatn

Sjóðið allt saman nema kartöflumjölið þar til gulrótin er soðin. Hrærið kartöflumjöl út í kalt vatn og hellið varlega út í sósuna þar til hún er passlega þykk. Berið fram með rækjunum og soðnum hrísgrjónum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s