Ferskjusalat með sinnepsdressingu

peachesStundum er gott að salatið sé milt og hlutlaust en stundum er gott að hafa það bragðmikið og sterkt, sérstaklega þegar kjúklingur er kjötið sem þarf að skreyta. Hér er uppskrift frá Evu Laufeyju vinkonu minni að salati með niðursoðnum ferskjum og dressingu sem er verulega hressandi.

Ferskjusalat með sinnepsdressingu

  • blanda af salatblöðum (rukola+iceberg)
  • lítil niðursuðudós af ferskjum
  • 1-2 msk dijon sinnep
  • 1 hvítlauksrif
  • ½ dl olía

Salatið sett í skál. Ferskjurnar veiddar upp úr safanum, skornar í bita og settar yfir salatið.

Dressing:

Pressið hvítlauksrifið og hrærið saman við sinnep, olíu og safa af ferskjunum. Smakkið til með ferskjusafanum þar til dressingin er eins sæt og þið viljið.

Þetta salat er mjög gott með kjúklingi.

Börnin vilja oft sleppa dressingunni og þá er gott að bera hana fram í sér skál þannig að fólk geti fengið sér sjálft.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s