Fiskisúpa – eða hvað?

soupEitt af því sem er mjög gott við súpur er að þær fyrirgefa. Ónákvæmni í mælingum og tímasetningum virðist ekki hafa hræðileg áhrif á eldamennskuna. Mér hefur tekist að eyðileggja súpu með því að setja út í hana alltof mikinn pipar þegar ég trúði á uppskrift í blindni. En það þarf að hafa mikið fyrir því að eyðileggja súpu. Þegar eitthvert hráefni er ekki til má hugsanlega bara sleppa því, eða finna eitthvað annað í staðinn. Hér kemur súpuuppskrift sem gerir ráð fyrir því að kokkurinn nýti það sem til er og fari ekki sérstaka ferð í búðina áður en pottarnir eru dregnir fram. Uppskriftin kemur frá Önnu Ragnarsdóttur, kennara í Garðaskóla.

Fiskisúpa – kjúklingasúpa – grænmetissúpa?

 • 600-800 gr allavega blandaður fiskur og skelfiskur, allt eftir efnum og ástæðum. Ég nota spari lax, humar, risarækju og smálúðu. Ef notaðar eru rækjur passa að hafa þær ekki lengi í svo þær verði ekki seigar.
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 3-4 sneiddar gulrætur
 • 1 rauð og 1 græn paprika, sneiddar
 • 1 sneiddur laukur
 • 1 dós tómatpurré
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 2 ½ dl vatn
 • 1 fiskiteningskraftur og ½ hænsnakraftur
 • 1 tsk tandoori masala krydd
 • ½ tsk karrýduft
 • ¼ tsk hvítur pipar
 • 6 sneiðar sólþurrkaðir tómatar
 • 4 msk mango chutney
 • 1 dl sæt chilisósa
 • 5 dl matreiðslurjómi

Ef þið viljið frekar hafa þetta kjúklingasúpu má sleppa fiskiteningnum og hafa kjúklingakraft í staðinn og þá kjúklingabringur í stað fisks. Einnig má gera súpuna meira austurlenska og bæta í kókosmjólk og minnka þá tómatbragðið. Einnig má bæta við grænmeti og sleppa bæði kjöti og fiski.

Best er að steikja allt í stórum potti sem súpan er síðan löguð í. Hvítlaukurinn er marinn og steiktur í smá olíu og síðan tekinn úr pottinum. Bætt við 2 msk olíu og grænmetið steikt. Síðan bætt við tómatpurré, niðursoðnum tómötum, vatni, krafti og kryddi og hrært vel. Að lokum er bætt í sólþurrkuðu tómötunum og mango chutney ásamt chilisósunni og matreiðslurjómanum.

Myljið svartan pipar yfir eftir smekk og látið malla í ca 15 mín. og þá er slökkt undir. Þegar borðhald nálgast er súpan hituð og fiskurinn settur útí og suðan komin upp og soðið ca 5 mín. Skelfiskurinn er settur síðast.

Borið fram með því sem þið viljið – Bon appetit!

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s