Godaste sockerkakan

sockerkakaSockerkaka er sænsk kaka, fullkomin kaka. Hún er góð alein sem formkaka. Hún er ennþá betri í fallegum búningi. Ég hef prófað að gera allt mögulegt við hana: nota hana sem botna í gamaldags rjómatertu, þekja hana með súkkulaði og berjum, breyta henni í páskatertu með því að þekja hana með rjóma og marsípani. Þessi góði tertubotn er uppistaðan í sænska prinsessutertu, sem ég hef samt aldrei treyst mér til að búa til. En ég hef þakið hana með jarðarberjum og það er fullkomin sumarterta.

Godaste sockerkakan

 • 250 gr smjör
 • 4 dl sykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 4 egg, bætt út í einu í einu
 • 5 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 dl vatn

Hitið ofninn í 175°C.

Hrærið saman smjör, sykur og vanillu þar til þetta er létt og ljóst. Hrærið eggin út í, eitt í einu. Bætið hveiti, lyftidufti og vatni út í og hrærið saman, alls ekki hræra of lengi.

Setjið í 2 lítra form (eða tvö minni form) og bakið í 55 mínútur.

Þessa köku má nota á ýmsan hátt:jordgubbstarta

 • sem tertubotna (uppskriftin dugar í 2 botna)
 • sem formköku
 • mjög góð með hindberjum eða öðrum ávöxtum
 • í sænska prinsessutertu (botn+vanillukrem+rjómi+marsípanhjúpur)
Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s