Gúllassúpa

GoulashSoup1Gúllassúpa er alvöru matur. Nautakjöt, pipar, þykk súpa, mikið bragð. Þessi uppskrift kemur úr Fréttablaðinu, Ingi Rafn gaf hana þangað en ég man ekki af hvaða tilefni hann var í blaðinu.

Gúllassúpa

 • 300 gr kartöflur, soðnar í litlu vatni og maukaðar með hýðinu (notað að vild til að þykkja)
 • 300 gr nautahakk
 • 400 gr nautagúllas
 • 4 hvítlauksrif, pressuð
 • 2 stk rauðlaukar, saxaðir
 • 100 gr sveppir, sneiddir
 • 200 gr gulrætur
 • 1 dós niðursoðnir tómatar, stappaðir
 • 1 stk chili pipar
 • salt
 • pipar

Veltið gúllasi upp úr hveiti og brúnið. Brúnið hakkið, laukinn og sveppina og bætið við gúllasið. Bætið út í maukuðum kartöflum, gulrótum, tómötum, chili, salt og pipar.

Soðið í 45 mínútur og smakkað til.

Borið fram með grófu brauði.

Þegar súpan er hituð upp þykknar hún enn meir og getur endað sem fínasta kássa ef vill. Þá er hægt að borða hana með hrísgrjónum eða kartöflumús.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s