Hash browns

hash-brownsRifnar steiktar kartöflur heita hash browns í USA. Mín fyrstu kynni af þessum dísæta og djúsí kartöflurétti voru þegar Ingibjörg föðursystir mín bauð fjölskyldunni í amerískan morgunverð. þetta var fyrir næstum því 30 árum þegar það var alls ekki í tísku að bjóða í brunch. Eftir að ég bjó sjálf í USA í þrjú ár í kringum aldamótin þá lærði ég að meta þessa skemmtilegu máltíð sem brunch er. Reyndar hef ég ekki haft fyrir því að hafa kartöflur með pönnukökunum, eggjunum, beikoninu og ávöxtunum. En ég geri þetta oft þegar það er „bara“ snarl í kvöldmat. Hér er mín útgáfa af hash browns.

Hash browns

  • kartöflur
  • smjör
  • salt

Slatti af kartöflum eru rifnar niður. Óþarfi að hýða þær. Góð matskeið af smjöri sett á pönnu, hitið vel og hellið síðan kartöflunum út á pönnuna og þjappið niður. Lækkið hitann í lágan steikingarhita. Fylgist með þegar kartöflurnar eru orðnar gylltar og stökkar. Snúið þá allri kökunni við og klárið að steikja hinum megin. Gott að bæta við annarri matskeið af smjöri.

Gott með alls kyns kjöti, í amerískan morgunverð, eða bara eitt og sér þegar ísskápurinn er tómlegur.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s