Karamellusósa

karamellusosaÞað er alltaf grjónagrautur með karamellusósu á aðfangadag jóla. Lengi var þetta eftirrétturinn á aðfangadagskvöld en síðustu árin höfum við fært grautinn í hádegið til að stytta biðina fyrir börnin. Þá hittumst við heima hjá mömmu eða mér, borðum grjónagrautinn og það er mandla falin í einni skálinni. Allir þykjast vera njósnarar og reyna að gíska á hver sé komin með möndluna upp í sig. Þeir sem nota mesta karamellusósu út á grautinn hjá sér hafa stundum geta falið möndluna í sósuleyfum. Það er alltaf mikil gleði þegar upp kemst um möndluna og börnin sem fá ekki gjöfina í það skiptið eru fljót að jafna sig á vonbrigðunum. Uppskriftin að sósunni kemur að sjálfsögðu frá mömmu Helgu.

Karamellusósa

  • 5-7 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • ½ l rjómi, þeyttur

Sjóðið saman sykur og vatn í síróp. Ég kann þetta ekki almennilega og nota þess vegna stundum bara síróp úr búð.

Þeytið rjómann og látið sírópið kólna dálítið. Hrærið sírópið varlega saman við rjómann.

Þessi sósa er ómissandi með grjónagrautnum á aðfangadag.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s