Kartöflugratín

gratinMamma er snillingur í að elda kartöflur. Það eina sem ég er ósátt við hjá henni er að hún vill borða soðnar kartöflur þegar þær eru að mínu mati hálf hráar. En allir aðrir kartöfluréttir hjá henni eru dásamlegir. Hér er uppskrift að kartöflubakstri, þetta var mjög oft á borðum með sunnudagssteikinni (sem var yfirleitt borðuð um kaffileytið á sunnudögum. Það var ljúfur matmálstími.). Stundum er laukur með í þessum rétti en ég er ekki mjög hrifin af því. Uppskriftin mín er mjög lík uppskrift sem ég fann hjá matarbloggarandum Ragnari Ingvarssyni, og ég fékk myndina lánaða hjá honum. 

Kartöflugratín

  • kartöflur, sneiddar frekar þunnt
  • rjómi
  • salt
  • ostur

Hitið ofninn í 200°C.

Kartöflusneiðunum raðað í eldfast mót. Rjóma hellt yfir og saltað. Bakað í u.þ.b. 1 klst. Rífið ost yfir þegar um 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s