Kryddbakað rótargrænmeti

rotaravextirÞessi réttur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þetta er fallegur, bragðgóður og mjög hollur matur og gott meðlæti með dökku kjöti. Ég hef líka boðið upp á þetta sem aðalrétt í vinkonuklúbbi og þá hef ég haft osta, brauð og ávexti með til viðbótar. Uppskriftina fékk ég hjá Berit Thorsén sem er góð vinkona mín og fyrrverandi sænskukennari. Við höfum þekkst síðan ég var 7 ára og skrifumst ennþá á.

Skemmtilegan fróðleik um rauðrófur má lesa á vefnum Allskonar.

Kryddbakað rótargrænmeti

  • 10-12 litlar rauðrófur, gulrætur, kartöflur, tómatar, laukur… (eftir því hvað er til), skorið í bita
  • 2 kanilstangir
  • 10-15 kardimommukjarnar
  • ólífuolía
  • salt (gjarnan Herbamare)
  • fetaostur, mulinn

Ofninn hitaður í 225°C.

Setjið rauðrófur, kanilstangir og kardimommukjarna í eldfast mót. Stráið olíu og salti yfir. Bakið í 20 mínútur.

Bæti kartöflum og gulrótum út í, bakið í 20 mínútur í viðbót. Bætið tómötum og lauk og fetaostinum út í, bakið í 20 mínútur í viðbót.

Látið eftirfarandi sósu malla við vægan hita á eldavélinni í dálitla stund og hellið henni yfir grænmetið áður en það er borið fram:

  • 2 msk smjör
  • 1 msk balsam edik
  • 1 msk hunang (fljótandi)
  • ferskt krydd sem til er í húsinu (steinselja, óregano, rósmarín…)

Gott með grilluðu kjöti eða nýbökuðu, grófu brauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s