Mexikó súpa

mexikosupaEla matráður í Garðaskóla eldar frábæran mat. Að öllum öðrum réttum ólöstuðum þá held ég að Mexíkó súpan sé vinsælust meðal starfsmanna skólans. Það skapast hreinlega dálítil stemning þegar fréttist að súpan sé komin á matseðil vikunnar. Þessi súpa er eflaust til í mörgum uppskriftum. Útgáfuna sem ég á fékk ég frá frænku minni Brynhildi Stefáns sem fékk uppskriftina hjá tengdamóður sinni á Ytra-Hóli.

Mexíkó súpa

 • 500 gr nautahakk eða kjúklingur
 • 1 gulur laukur, skorinn smátt
 • 1 rauður laukur, skorinn smátt
 • 2 hvítlauksrif
 • 4 stilkar celery
 • 1 rauð papríka
 • 1 l vatn
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 1 dós tómat púrée
 • 1 dl sæt chili sósa
 • 1 grænmetisteningur
 • 200 gr. rjómaostur
 • 1 dós nýrnabaunir
 • 1 dl rjómi
 • Salt og pipar

Laukarnir látnir brúnast í olíu. Kjötinu bætt út í og steikt í gegn. Saltað og piprað. Skerið celery og papriku í bita og bætið út í, steikið í dálitla stund. Bætið vatni, tómötum, tómatpúrée, chili sósu og grænmetisteningi út í og sjóðið í dálitla stund. Setjið rjómaostinn og baunirnar út í og sjóðið við lágan hita í 30 mínútur. Rjómanum bætt útí stuttu áður en súpan er borin fram.

Borið fram með rifnum osti, sýrðum rjóma og nachos flögum eða góðu brauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s