Mullsjö grautur

mullsjo-grotÞað er lærdómsríkt að ferðast til annarra landa og breytir lífi manns að búa erlendis. Að koma sér fyrir í nýrri menningu hefur áhrif á ótal margt, eldhússtörfin þar á meðal. Ég elda ennþá ákveðna rétti sem mamma lærði þegar fjölskyldan bjó í Svíþjóð á árunum 1977-1981. Þar á meðal er þessi holli grautur, sem er dásamlegur með dálitlu rjómablandi út á. Hér að neðan er uppskriftin frá mömmu Helgu. Hráefnið þarf að liggja í bleyti yfir nótt, en síðan tekur örfáar mínútur að sjóða grautinn. Það má bæta í þetta fræum, hnetum og ávöxtum eins og hver og einn vill.

Mullsjö grautur

  • 2 msk hörfræ
  • 5 dl vatn
  • 10 þurrkaðar apríkósur (saxaðar)
  • 10 sveskjur
  • tröllahafrar

Allt lagt í bleyti kvöldið áður og síðan soðið í 5 mínútur. Borinn fram með mjólk og/eða rjóma. Bragðgóður grautur sem bætir meltinguna.

Það má nota hvaða þurrkuðu ávexti sem er í þennan graut, t.d. 1 poka af blönduðum ávöxtum.

Þennan graut má nota í eftirrétt með því að bera hann fram í litlum skálum með þeyttum rjóma.

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s