Spínatbaka úr filo deigi

SpinatbakaÉg kynntist filo deigi í heimsókn minni til Búlgaríu. Þetta er skemmtilegt hráefni og hægt að búa til bæði salta og sæta rétti úr þessu fínlega deigi. Uppskriftina hér að neðan fann ég í Fréttablaðinu, kona sem heitir Guðrún Jóhannsdóttir gaf hana í blaðið. Þetta er dásamlegur spínatréttur, kryddaður með hvítlauk, góður einn sér eða með kjötafgöngum.

Spínatbaka með filo deigi

 • 3-4 msk ólífuolía
 • 600 gr ferskt spínat
 • 2-4 rif hvítlaukur (má sleppa ef vill)
 • 1 knippi vorlaukur, sneiddur
 • 1 tsk cumin fræ
 • lúkufylli steinselja, söxuð
 • salt og pipar
 • 250 gr fetaostur, mulinn
 • 1-2 egg, hrærð
 • 150 gr smjör, brætt
 • 1 pakki fillo deig

Hitið ofninn í 200°C.

Steikið spínatið við mikinn hita í ólífuolíu þangað til það linast upp. Gott að gera þetta í tveim umferðum svo pannan sé ekki yfirfull. Setjið spínatið í sigti og pressið vatnið úr því. Kælið spínatið og saxið það niður.

Léttsteikið hvítlauk, vorlauk og cuminfræ. Bætið spínati út á pönnuna ásamt steinselju og steikið í 2-3 mínútur. Saltið og piprið.

Þegar spínatið hefur kólnað hrærið þá fetaostinum og eggjum útí.

Skerið fillo plöturnar þannig að þær passi í eldfast mót sem til er á heimilinu. Látið rakt stykki yfir fillóið á meðan unnið er með það svo það þorni ekki.

Penslið eldfasta mótið. Leggið 6 fillo þynnur í botninn, smyrjið hverja þynnu með smjöri. Hellið spínatfyllingunni ofan á. Leggið síðan aðrar 6 fillo þynnur ofan á, smyrjið aftur hverja þynnu með smjöri. Skerið með beittum hníf ofan í efstu fillo lögin þannig að markist fyrir sneiðum.

Bakið í 40 mínútur. Látið standa í 15 mínútur áður en bakan er borin fram t.d. með steiktum kjúklingi.

Það má auðveldlega minnka þessa stóru uppskrift með því að nota bara 1 poka (200 gr) af spínati, ½ pakka fillo deig og minnka annað í samræmi. Slíka böku má baka í formkökuformi (sbr. mynd hér að ofan).

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s