Sumarsalat

saladMér finnst æðislegt að borða salat, sérstaklega matarmikið salat fullt af óvæntum bragðbótum. Strákarnir í Eskihlíðinni eru ekki sammála mér og því er sjaldan salat á boðstólnum. Hér er ein af þeim uppskriftum sem ég mundi vilja hafa oftar á boðstólnum. Þessa uppskrift tók ég úr sérblaðinu Birtu sem fylgdi Fréttablaðinu um nokkurra ára skeið.

Sumarsalat

 • ½ haus iceberg, rifið niður
 • 1 knippi klettasalat
 • 1 púrrulaukur (hvíti hlutinn), sneiddur
 • 250 gr skinkubitar í teningum
 • 1 appelsína, skorin í bita
 • 1 avókadó, skorið í bita
 • 1 gulrót, skorin í ræmur
 • ½ mangó, skorið í bita
 • 50 gr radísur, sneiddar
 • 50 gr baunaspírur
 • 50 gr refasmári (spírur)

Öllu blandað saman og eftirfarandi dressing hrist vel saman og hellt yfir salatið:

 • 1 dl fljótandi hunang
 • safi úr 1 appelsínu
 • 3 msk ólífuolía
 • nýmalaður pipar

Beriðfram með nýbökuðu brauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s