Salatsósur

vinegretteÞað var mikil uppgötvun fyrir mig þegar ég áttaði mig á hlutverki sósunnar (dressing, vinegraitte) út á salat. Ég var orðin ansi gömul þegar þetta uppljómaðist fyrir mér og var búin að setja salat í skál í mörg ár – án sósu af nokkru tagi. Núorðið finnst mér það góð tilbreyting að hafa salatið þurrt og barnvænt. Heléne Magnússon er frönsk kona sem hefur kryddað íslenska menningu á ýmsan hátt. Hún hefur hafið gömul íslensk prjónamynstur upp á stall og samið bók á íslensku um salatsósur. Hér eru tvær uppskriftir úr henni sem hún gaf Fréttablaðinu til birtingar.

Balsam sósa

  • 1 msk balsamedik
  • 3-5 msk ólífuolía
  • ögn af salti og pipar

Hrærið saman edik og salt þangað til saltið leysist upp. Bætið við olíunni og piparnum. Hrærið vel.

Hægt að bæta pressuðu hvítlauksrifi út í. Notið út á salat eftir smekk.

Salatsósa með hunangi

  • 1 msk hvítvínsedik
  • 3-5 msk ólífuolía
  • 1 msk sinnep með fræjum
  • 1 msk hunang
  • ½ tsk saxað blóðberg
  • ögn af salti og pipar

Hrærið saman edik og salt þangað til saltið leysist upp. Bætið við sinnepi, hunangi, blóðbergi og pipar. Hellið olíunni ofurvarlega út í. Hrærið vel.

Notið út á salat eftir smekk.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s