Sænsk fiskigrýta

fiskgrytaMér finnast fiskikássur góðar og hér er góð uppskrift frá Kristjáni Rafni Heiðarssyni sem starfaði lengi í Svíþjóð. Þessi kássa er dæmigerður sænskur matur, hefur milt en samt mikið bragð. Eins og aðrar kássur verður hún betri með tímanum.

Sænsk fiskigrýta

 • 6-800 gr fiskur að eigin vali. Gott að hafa a.m.k. 3 tegundir. Skorið í bita.
 • 1 gulur laukur, saxaður
 • ½ blaðlaukur, sneiddur
 • 4-6 rif hvítlaukur, maukaður
 • 1 dós (400 gr) tómatar+safi
 • 100 gr smjör
 • 2-3 dl fisksoð (vatn + fiskteningur)
 • 1-2 dl hvítvín
 • 2-3 dl rjómi
 • Saffran, milli fingra
 • ½ tsk turmerick
 • salt
 • pipar
 • fiskikraftur
 • sósujafnari
 • steinselja

Laukur, blaðlaukur og hvítlaukur látinn krauma í smjörinu. Hvítvíni, tómötum og fisksoði bætt út í, ásamt saffran og turmerick. Sjóðið rólega í nokkrar mínútur. Rjóma bætt út í og sósan þykkt með sósujafnaranum. Suðan látin koma upp og bragðbætt með salti, pipar og fiskikrafti. Setjið fiskbitana út í og hrærið varlega saman. Sjóðið við lágan hita þar til fiskurinn er soðinn.

Skreytið með steinselju og berið fram með hrísgrjónum og fersku brauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s