Sænsk fiskigrýta

fiskgrytaMér finnast fiskikássur góðar og hér er góð uppskrift frá Kristjáni Rafni Heiðarssyni sem starfaði lengi í Svíþjóð. Þessi kássa er dæmigerður sænskur matur, hefur milt en samt mikið bragð. Eins og aðrar kássur verður hún betri með tímanum.

Sænsk fiskigrýta

  • 6-800 gr fiskur að eigin vali. Gott að hafa a.m.k. 3 tegundir. Skorið í bita.
  • 1 gulur laukur, saxaður
  • ½ blaðlaukur, sneiddur
  • 4-6 rif hvítlaukur, maukaður
  • 1 dós (400 gr) tómatar+safi
  • 100 gr smjör
  • 2-3 dl fisksoð (vatn + fiskteningur)
  • 1-2 dl hvítvín
  • 2-3 dl rjómi
  • Saffran, milli fingra
  • ½ tsk turmerick
  • salt
  • pipar
  • fiskikraftur
  • sósujafnari
  • steinselja

Laukur, blaðlaukur og hvítlaukur látinn krauma í smjörinu. Hvítvíni, tómötum og fisksoði bætt út í, ásamt saffran og turmerick. Sjóðið rólega í nokkrar mínútur. Rjóma bætt út í og sósan þykkt með sósujafnaranum. Suðan látin koma upp og bragðbætt með salti, pipar og fiskikrafti. Setjið fiskbitana út í og hrærið varlega saman. Sjóðið við lágan hita þar til fiskurinn er soðinn.

Skreytið með steinselju og berið fram með hrísgrjónum og fersku brauði.

Viltu skilja eftir skilaboð?