Túnfisksteik

tunaIngvar, maðurinn hennar Ástu Sölva í Klifinu ku vera góður kokkur. Hann sagði einhvern tímann þegar verið var að ræða hvernig best væri að steikja túnfisk að það ætti bara að ganga með steikina framhjá grillinu – allt umfram það væri ofsteiking. Vel eldaður (þ.e. lítið eldaður) túnfiskur er eitt það besta sem ég hef borðað. Mjög góðan túnfisk fékk ég til dæmis á Cheesecake Factory í Boston en þar var fiskurinn borinn fram í wasabi kryddi. Einfaldari uppskrift fann ég einhvern tímann í Fréttablaðinu og hún er birt hér.

Túnfisksteik

  • Túnfisk steikur
  • salt og pipar
  • sítrónu- eða límónusafi
  • olía til steikingar

Hitið vel olíu á pönnu og snöggsteikið túnfiskinn þannig að miðjan haldist bleik. Einnig er gott að grilla hann. Saltið og piprið og dreypið yfir fistkinn sítónu- eða límónusafa.

Steikina er gott að bera fram með spaghettí eða kartöflugratín. Og góðu salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s