Heimalöguð lifrarkæfa

lifrarkaefaEitt árið vann ég sem kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, aðjúnkt heitir það víst. Það besta við vinnuna þetta ár var samstarfsfólkið í Bolholti og sérstaklega félagarnir í fagráði um heimspeki og hugmyndasögu. Nokkrar eftirminnilegar veislur voru haldnar þetta ár og í einni þeirra koma Halla Jónsdóttir með dásamlega lifrarkæfu sem hér er gefin uppskrift að. Mér hefur alltaf fundist lifrarkæfa góður matur og þegar þessi heppnast vel þá er kæfan orðin veislumatur.

Heimalöguð lifrarkæfa

 • 600 gr lifur (svínalifur)
 • 400 gr spik
 • 10-12 gaffalbitar (niðursoðnar ansjósur)
 • 1 laukur
 • 3 msk smjör
 • 4 msk hveiti
 • 4 dl mjólk
 • 2 egg
 • 1 grænmetisteningur
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • ½ tsk negull

Hitið ofninn í 200°C.

Lifur, spik og gaffalbitar hakkað vel saman.

Smjör brætt og hveiti sett út í, þynnið með mjólk svo úr verði sósa. Krydd og teningur sett í sósuna. Látið kólna. Eggin hrærð saman við eitt í einu. Lifrarhakkinu bætt í og kryddað. Blandið vel saman. Hellið í lítil álform og lokið með álpappír. Bakið í vatnsbaði í ofninum í 1 klst. Takið álpappírinn ofan af síðustu 15 mínúturnar.

Berið kæfuna fram heita eða kalda. Kæfuna má skreyta með léttsteiktum sveppum eða stökku beikoni, þá verður hún sérlega djúsí á hlaðborðið fyrir jólin. Berið hana fram með rúgbrauði, rauðrófum, rifsberjasultu og/eða súrum gúrkum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s