Kalt sumar pastasalat

surimiHvað er betra á sumrin en gott salat? Ég vil hafa salatið matarmikið og hér er uppskrift úr eldgömlum Gestgjafa að salati með pasta og fiskmeti. Mér finnst surimi betri matur en rækja vegna þess hvað það er sætt og passlega mjúkt undir tönn. Þið notið það sem ykkur líkar best. Þetta salat er upplagt að bera fram þegar þú vilt sinna gestunum frekar en að standa í eldhúsinu af því að það má laga að morgni og láta svo bíða í ísskápnum. 

Kalt sumar pastasalat

Þeytið saman sósu úr eftirfarandi og látið hana standa meðan salat er útbúið:

 • 1 dl mayones
 • ½ dl olía
 • 3 msk sítrónusafi
 • 1-2 tsk karrý
 • 1 stórt hvítlauksrif, pressað
 • 1 tsk hunang
 • ½ tsk salt

Blandið síðan saman í skál:

 • 500 gr rækjur eða surimi
 • 6 dl soðið pasta
 • 2 dósir túnfiskur í vatni
 • 1 ½ dl saxað sellerý eða rauð papríka
 • 4 msk ananaskurl (má sleppa)
 • 3 msk blaðlaukur, saxaður

Hellið sósunni yfir pastasalatið. Stráið saxaðri steinselju og ólífum yfir.

Kælið og berið síðan fram með góðu brauði og sætum drykk.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s