Kjúklingur með brokkolí

brokkoliÞegar ég var nýfarin að búa tók ég mig stundum til og keypti frosið grænmeti. Tilgangurinn var að lappa upp á grænmetisátið en ég veit ekki hvort það hafi verið besta lausnin að fara í frystiborðið. Hvað um það. Utan á pakka af frosnu brokkolí fann ég þessa ágætu uppskrift að bragðmildum og barnvænum kjúklingarétti.

Núna á ég bara börn sem elska brokkolí svo lengi sem það er ferskt og afar lítið steikt upp úr smjörva og salti. Ég nota því ferskt grænmeti í þessa uppskrift.

Kjúklingur með brokkolí

  • 200 gr brokkolí
  • 1 kjúklingur eða annað kjöt, soðið eða steikt
  • ½ dós Campbells sveppasúpa eða einn súpupakka+2 ½ dl soðið vatn)
  • 4 msk majónes
  • ½ tsk karrý
  • ½ tsk kjötkraftur
  • 50 gr ostur, rifinn

Hitið ofninn í 225°C.

Bútið brokkolí niður og setjið í smurt eldfast mót. Leggið kjötið í bitum yfir. Hrærið saman súpunni, majónesinu, kryddinu, kjötkraftinum og jafnið yfir kjötið. Stráið ostinum yfir og bakið í 10-15 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum og öðru meðlæti eins og þið hafið lyst á. Drekkið sódavatn með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s