Kúrekakjúlli

cook3Hér er frumleg, fljótleg og góð kjúklingauppskrift sem ég fann í Fréttablaðinu. Reyndar smakkaði ég þetta fyrst hjá mömmu því hún var fljótari en ég að koma eldamennskunni í verk. Ég er brjáluð í allt sem heitir hnetur og finnst blanda eins og banani og salthnetur ljúffeng. Þetta er svo einföld uppskrift að hver sem er getur töfrað fram þennan snilldar rétt. 

Kúrekakjúlli

  • 4 kjúklingabringur, skornar í bita
  • salt og pipar
  • matarolía til steikingar
  • 2 bananar
  • 3 dl sýrður rjómi (18%)
  • 1 dl chilisósa (taílensk)
  • 1 dl salthnetur

Hitið ofninn í 225°C.

Steikið kjúklinginn í olíunni, kryddið með salt og pipar. Setjið kjötið í eldfast mót.

Skerið banana í sneiðar og leggið yfir kjúklinginn. Hrærið saman sýrðan rjóma og chilisósu og hellið yfir. Bakið í ofninum í 20 mínútur. Stráið salthnetunum yfir þegar u.þ.b. 5 mínútur eru eftir af eldunartímanum.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s