Strákakvöld

crunchy-chicken-wingsStökkir kjúklingakjuðar eru fullkominn matur fyrir kósýkvöld í fjölskyldunni minni (þar sem ég er eina stelpan núorðið). Þessi uppskrift er samin af Úlfari Finnbjörnssyni og var birt í Gestgjafanum einhvern tímann fyrir löngu síðan. Fyrir þá sem kannast ekki við kjuðann á kjúklingnum þá er þetta matarmeiri bitinn af vængnum. Það er subbulegt að útbúa kjuðana en ef maður notar kjúklingaleggi í staðinn þá er subbið líklega fljótlegra. Vesenið er síðan fyrirgefið um leið og maður bítur í stökka og bragðgóða bitana. Þetta er snakk í kvöldmat.

Nanna Rögnvaldar á líka girnilega uppskrift í matarbloggi þar sem hún mælir með kjúklingakjuðum sem ódýrum, fljótelduðum og bragðgóðum mat.

Stökkir kjúklingakjuðar

  • 1 pakki kjúklingaleggir eða –kjuðar
  • 1 dl hveiti
  • 1-2 msk blandað mexíkókrydd
  • 2 egg, pískuð
  • 2 dl nachos, kurlað

Hitið ofninn í 200°C – grill.

Blandið saman hveiti og kryddi og veltið leggjunum fyrst upp úr blöndunni, síðan upp úr eggjunum og að lokum upp úr nachoskurlinu.

Leggið kjötið á grind ofan á ofnskúffu og grillið í 30-50 mínútur eftir því hve stórir bitarnir eru.

Berið fram með Qesadilla eða nachos og góðu salati – góður snakkmatur fyrir fjölskylduna á föstudegi.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s