Camembert bringur í rjómasósu

kjuklingur-camambertHvað gerist ef þú steikir kjúklingabringur upp úr camembert og rjóma? Þú færð dásamlega máltíð og verður bara að opna rauðvínsflösku með. Uppskriftin hér að neðan er tekin úr frábærri uppskriftabók sem gekk milli kvenna í vinnunni hjá mér fyrir nokkrum árum, stútfull af góðum kjúklingaréttum. Bókin var ekki skráð á neinn höfund þannig að ég sendi hér með þakkir út í alheiminn í þeirri von að þær hitti réttu manneskjuna fyrir.

Camambert bringur í rjómasósu

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 kassi sveppir
  • 1 camembert ostur
  • beikon (ef þið viljið bragðbæta kjúklinginn með því)
  • Season All
  • olía til steikingar
  • 2-3 dl rjómi

Búið til vasa úr bringunni og setjið ostinn inní. Skerið sveppina niður. Kryddið kjúklinginn með season all. Vefjið beikon utan um ef þið ætlið að nota það. Hitið pönnuna vel og steikið kjúklinginn þannig að hann verði fallega brúnn. Ekki láta ykkur bregða þegar osturinn byrjar að leka út úr bringunum, hann á eftir að gera sósuna guðdómlega. Steikið sveppina og bætið út á kjúklinginn. Hellið síðan rjómanum yfir og látið krauma þar til kjötið er steikt í gegn.

Einfalt og bragðgott. Berið fram með hrísgrjónum og snöggsoðnu brokkolí. Drekkið rauðvín með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s