Fylltar svínakótilettur með sérrýsveppasósu

fylltar-kotiletturÞað er langt síðan ég steikti fylltar svínakótilettur en ég man ennþá að þetta var ljúffeng máltíð. Þetta er matur sem þarf að nostra dálítið við en er það ekki bara gott, að nostra við sjálfan sig og aðra matargesti? Fyllingin er einföld og með því að krydda smjörið á pönnunni er kjötinu gefið extra boost.

Fylltar svínakótilettur

 • 2 þykkar svínakótilettur
 • 1 lítill rjómaostur
 • sveppir, saxaðir
 • 2 sneiðar skinka, skorin í litla bita
 • smjör
 • karrý
 • salt

Hitið ofninn í 175°C.

Hrærið saman rjómaost, sveppi og skinku. Búið til vasa í kótiletturnar, skerið inn að beini. Setja fyllinguna inn í vasann og lokið með tannstöngli.

Hitið pönnu vel með smjöri, karrý og salti. Steikið kótiletturnar vel á báðum hliðum. Setjið þær svo inn í ofn í 10-15 mínútur.

Gott er að bera kótiletturnar fram með Hasselbacks kartöflum og sérrýsveppasósu.

Sérrýsveppasósa

 • smjör
 • karrý
 • sveppir
 • rjómi
 • sérrý
 • salt og pipar
 • sósujafnari

Setjið smjör og karrý í pott og steikið sveppina. Bætið rjóma út í og hitið að suðu. Smakkið til með sérrý, salt og pipar. Jafnið sósuna með sósujafnaranum. Ef bragðið er flatt má bæta kjötkrafti út í, mér finnst Oscar nautakraftur mjög góður í það.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s