Hægt eldaðir taí/íslenskir lambaskankar

lambaskankiHér er uppskrift sem ég tók úr sérdeilis frábærum dálki sem birtist um hríð í Fréttablaðinu: Guðrún Jóhannesdóttir eldar handa 4 fyrir undir 1000 kr. Þessi dálkur var algjör snilld og þar birtust margar góðar uppskriftir. Nú er hann varla raunhæfur kostur en kannski væri gaman að bera hann saman við matarblogg Eyglóar Harðardóttur alþingismanns sem snemma árs 2013 setti sér það markmið að elda fyrir minna en 30.000 krónur á viku fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Í uppskriftinni hér að neðan eru lambaskankar hægeldaðir upp úr taílenskri sósu. Skankinn hefur alltaf verið uppáhaldsbitinn minn af lambinu og því er ég sérlega hrifin af þessum rétti. Það má líka oft fá skanka á tilboðsverði því það eru ekki allir sammála mér að þetta sé úrvals kjöt.

Hægt eldaðir taí/íslenskir lambaskankar

  • 4 lambaskankar
  • 2 stórir laukar, saxaðir smátt
  • 2 msk karrímauk
  • 2 msk sítrónugras
  • 1 tsk cuminfræ
  • 1 tsk malaður kóríander
  • 1 dós (400 ml) kókóshnetumjólk
  • 500 ml grænmetissoð (úr teningi)
  • 3 msk fersk kóríanderlauf
  • salt og pipar

Ég elda þennan rétt í lokuðum leirpotti við 170°C hita í ofninum.

Setjið skankana og allt annað hráefni í leirpottinn og bakið í a.m.k. 2 ½ klst.

Skreytið með ferskum kóríander áður en rétturinn er borin fram með hrísgrjónum og góðu brauði.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s