Hamborgarhryggur

hamborgarhryggurÞegar ég kynntist Silla lærði ég að borða hamborgarhrygg á jólunum. Kristján Rafn útvegaði mér uppskriftina þegar ég prófaði í fyrsta sinn að elda þennan klassíska hátíðarmat og þessi uppskrift hefur dugað vel síðan. Ég hef reyndar keypt hamborgarhrygginn frá Hagkaupum vegna þess að það er svo þægilegt að elda hann. Ég hef prófað tvær uppskriftir að gljáa og get ekki gert upp á milli þeirra.

Gljái 1 (Ragnar í Fréttablaðinu gaf þessa uppskrift)

 • 5 msk balsam edik   
 • 3 msk púðursykur
 • 1 msk sætt sinnep
 • 1 msk dijon sinnep
 • 2 msk soya sósa
 • 3 msk tómatsósa
 • 8 msk rauðvín

Allt sett í pott og látið sjóða í u.þ.b. 10 mínútur við vægan hita þar til þetta verður glansandi og þykkt.

Gljái 2 (frá Kristjáni Rafni)

 • 2 msk sinnep
 • 2 -3 msk púðursykur
 • ananas sneiðar
 • brauðmylsna

Sinnep og púðursykur hrært saman og smurt á soðinn hrygginn (heilan eða niðurskornar sneiðar). Ananas raðað ofan á og brauðmylsnu að lokum stráð yfir. Grillað í ofni á hæsta hita þar til brauðmylsnan fer að krauma og brúnast nokkuð vel.

Að elda hamborgarhrygginn

Venjulegur hamborgarhryggur er soðinn í 60 mínútur og síðan grillaður með gljáanum (sjá leiðbeiningar í „gljái 2“). Ég hef notað hamborgarhrygginn frá Hagkaup sem þarf ekki að sjóða. Kjötið fer beint í ofninn í 90 mínútur. Gljáanum er bætt yfir kjötið þegar u.þ.b. 15 mínútur eru eftir af steikingartímanum.

Mjög gott að bera fram með brúnuðum kartöflum og ananas, rjómalagaðri sveppasósu og waldorf salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s