Hasselbacks kartöflur

hasselbackHasselbacks er ein af uppskriftunum sem mamma lærði í Svíþjóð og fylgt hefur fjölskyldunni síðan. Þessar ofnbökuðu kartöflur eru dásamlegar, mjúkar að innan og stökkar að utan og smjörsteikingin dregur fram sætan keim kartöflunnar. Gott meðlæti með hvaða kjöti sem er.

Hasselbacks kartöflur

  • Kartöflur, frekar stórar (eins margar og matargestir geta torgað)
  • Smjör
  • Salt (gott að nota Maldon)

Hitið ofninn í 200°C.

Takið hverja kartöflu og skerið rákir ofan í hana með u.þ.b. 1/2 cm millibili (sjá mynd). Smyrjið eldfast form með smjöri og raðið kartöflunum ofan í, rifurnar eiga að snúa upp. Klínið ríflega af smjöri ofan á allar kartöflurnar og saltið yfir. Setjið inn í ofninn og bakið í  u.þ.b. 60 mínútur. Af og til skulið þið taka kartöflurnar út og ausa smjörinu úr botni formsins yfir allar kartöflurnar.

Það má setja rifinn ost yfir kartöflurnar síðustu 10 mínúturnar ef vill.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s