Maríneraður kjúklingur

sojaMamma mín er snillingur í kryddi. Fyrir nokkrum árum fékk hún svilkonu mína, hana Lan Cao, í heimsókn til að sýna sér hvernig hún eldar mat frá heimaslóðum sínum í suður Kína. Eftir þessa heimsókn hefur mamma búið til ótal tilbrigði við kryddblöndurnar hennar Lan Cao, öllum í fjölskyldunni til yndisauka. Hér eru uppskrift frá mömmu að maríneruðum kjúklingi. Austurlensku áhrifin leyna sér ekki en Íslendingurinn gefur þessu milt yfirbragð.

Maríneraður kjúklingur

  • Kjúklingur (t.d. leggir eða heill kjúklingur)

Marinering:

  • 2 msk ostrusósa (austurlensk oyster sauce)
  • 2 msk sojasósa með kjúklingakrafti (t.d. Golden Mountain Seasoning Sauce)
  • smá dökk sojasósa
  • smá sweet chili sósa
  • olía

Marineringin hrærð saman og dreift yfir hráan kjúklinginn. Látið standa í a.m.k. sólarhring, meira er betra. Þessa marineringu er líka gott að nota á svínakjöt, t.d. rif.

Steikið kjúklinginn í 1 klst.

Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s