Spaghettí með kjúklingi og grænmeti

chicken-spaghettiÉg lærði ýmislegt um eldamennsku þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Uppskriftina hér að neðan fékk ég senda í pósti með tilboði um að gerast áskrifandi að klúbbnum Easy Everyday Cooking. Ég keypti aldrei áskriftina en hef oft eldað þennan góða pastarétt.

Takið eftir því að kryddblandan í þessum rétti er basil, hvítlaukur og kjúklingasoð. Þetta er alveg pottþétt blanda með kjúklingi. Þegar ekkert er til í húsinu þá getur þú búið til ljómandi góðan mat úr kjúklingi og þessu kryddi – það skiptir litlu sem engu máli hvað er borið fram með kjötinu, allt gengur upp.

Spaghettí með kjúklingi og grænmeti

  • Spaghettí eða annað pasta, soðið samkvæmt leiðbeiningum
  • olía til steikingar
  • 2 kjúklingabringur, skornar í litla bita
  • 1 gulrót, skorin í bita
  • 1 haus brokkolí, bútaður niður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2/3 bolli kjúklingasoð (vatn + súputeningur)
  • 1 tsk basil (þurrkað)
  • ¼ bolli parmesan, rifinn

Sjóðið pastað.

Hitið olíu í potti/pönnu og steikið kjúklinginn í 5 mínútur. Bætið gulrótum út í, steikið í 4 mínútur og bætið þá brokkolí og hvítlauk út í, steikið 2 mínútur í viðbót. Bætið kjúklingasoði, basil og parmesan ostinum út í, lækkið hitann og sjóðið í 4 mínútur.

Hellið kjúklingakássunni yfir pasta og berið fram með hvítlauksbrauði og ef til vill grænu salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s