Asískur kjúklingur

chickenÉg á nokkrar uppskriftir að kjúklingaréttum með asísku ívafi. Þær eru margar frekar flóknar og þannig úr garði gerðar að maður þarf að skreppa sér ferð í búðina. Núorðið á ég yfirleitt hvítlauk, engifer, chili og vorlauk í ísskápnum hjá mér og þá dugar þessi einfalda en pottþétta uppskrift. Bragðgóð marinering á kjúklinginn, gott að borða með grjónum eða núðlum.

Uppskriftina fann ég í Blaðinu, fylgirit sem kom um hríð út með einhverju dagblaðinu.

Asískur kjúklingur

  • 500-600 gr kjúklingabringur, skornar í mjóar ræmur
  • olía til steikingar
  • 1 – 1½ dl kjúklinga- eða grænmetissoð
  • 2-3 búnt vorlaukur (12 laukar)

Kryddlögur:

  • 2 stór hvítlauksrif, pressuð
  • 1 chili pipar, fínhakkaður
  • 1 dl soyasósa
  • 2 matskeiðar límónusafi
  • 1 matskeið engifer, nýhakkað

Blandið öllum efnum í kryddleginum. Setjið kjúklingaræmurnar út í löginn og látið standa meðan vorlaukurinn er skorinn í um 3 cm langa bita.

Steikið kjötið og geymið kryddlöginn á meðan. Bætið vorlauknum útí og síðan kjúklingasoðinu og kryddlegi eftir smekk.

Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s