Bananabrauð

bananabrauð 002Það er nauðsynlegt að eiga góða uppskrift að bananabrauði. Svo skellir maður í form þegar bananarnir hafa gleymst og eru orðnir linir og svartir. Ég hef bakað þetta brauð úr svo gömlum bönunum að þeir voru farnir að tréna. Það breytti engu fyrir brauðið.

Uppskriftin er frá Ragnhildi Skjaldardóttur, tengdamömmu Helgu systur. Passið að baka þetta ekki of lengi því þá verður það þurrt. Prófið að stinga tannstöngli í brauðið, þegar hann kemur hreinn upp úr þá er brauðið tilbúið.

Bananbrauð

  • 1 egg
  • 100 gr púðursykur
  • 3-4 þroskaðir bananar (því þroskaðari þeim mun betra!)
  • 250 gr hveiti
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • hnetur – ef vill

Hitið ofninn í 180°C.

Þeytið eggið og bætið sykri saman við í skömmtum. Merjið banana með gaffli og hrærið saman við eggið í hrærivél. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Setjið í vel smurt, aflangt form, 1 1/2 lítra, og bakið í 45 mínútur.

Tilbreyting: Hægt er að bæta einum desilítra af grófsöxuðum hnetum í deigið.

Það er best að borða brauðið volgt með smjöri. Mér finnst líka mjög gott að setja ost ofan á. Góðan kaffibolla með.

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s