Döðlubrauð

dodlubraudDöðlubrauð er nammi. Svo hlýtur það bara að vera hollt líka með öllum þessum ávöxtum. Þessa uppskrift fékk ég hjá Sirru Ólafs sem skrifaði með mér lokaritgerð við Kennaraháskólann. Þetta er svo einfalt að meira er ekki um það að segja.

Guðmunda Jónsdóttir sem vinnur með mér í Garðaskóla bakar líka mjög gott döðlubrauð. Það er reyndar allt mjög gott sem Guðmunda kemur nálægt. Til dæmis er eftirminnileg sósan sem hún gerði með lambalæri sem borið var fram í óvissuferð starfsmanna Garðaskóla fyrir nokkrum árum. Við héldum veislu á Ferstiklu og þar munaði engu að einhver dæi úr hlátri. Ekki meira um það hér. En döðlubrauð má tala um.

Döðlubrauð

  • 1 bolli púðursykur
  • 1½ bolli hveiti
  • 1 msk smjör, brætt
  • 2 bollar döðlur, saxaðar
  • ½ bolli hnetur eða möndlur, saxaðar
  • 1 bolli sjóðandi vatn
  • 1 tsk natron
  • 2 egg

Hitið ofninn í 180°C.

Setjið allt saman í skál og hrærið í 3-5 mínútur. Setjið deigið í jólakökuform og bakið í 1 klukkustund.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s