Fullkominn pizzubotn

gerbaksturÉg er löt við að búa sjálf til pizzubotna, sérstaklega eftir að ég uppgötvaði að það er hægt að kaupa útflatt pizzudeig í matarbúðinni. En hér er uppskrift að hollu og góðu brauði sem hægt er að fletja út til þess eins að þekja það með góðgæti. Ég tók þetta upp úr bæklingi sem MS sendi frá sér vorið 2009.

 

Hinn fullkomni pizzubotn

Deig í eina ofnskúffu eða 32 cm pizzu

  • ½ poki ger
  • ½ tsk sykur
  • 300 ml volgt vatn
  • 200 g hveiti
  • 50 g heilhveiti eða durum-hveiti
  • 1 tsk salt

Hrærið saman geri, volgu vatni og sykri. Hellið hveiti og salti út í og hnoðið þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt. Hnoðið vel (allt að 10 mínútur). Látið standa í 1 klst.

Hitið ofninn í 180°C.

Hnoðið deigið upp aftur og fletjið út þar til það er nokkuð þunnt. Setjið sósu, álegg að vild og ost ofan á. Bakið neðst í ofninum þar til skorpan er orðin gullinbrún og kraumar vel í álegginu.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s