Kínverskur kjúklingur með grænmeti

kinaLan Cao mágkona mín er frá suðvestur Kína, Yunnan fylki. Hún eldar frábæran mat þar sem hollustan er í fyrirrúmi og kryddin koma sífellt á óvart. Hún kenndi mér t.d. að nota anís með kjúklingi og að grænar baunir eiga heima í sterkum réttum. Ég þurfti að fara og versla sósur og grænmeti til að geta notað uppskriftirnar hennar. Það var þess virði því sósurnar lífga upp á kryddskápinn og koma með nýja vídd í hversdags eldamennskuna.

Kjúklingur með grænmeti

  • Kjúklingur, t.d. læri og leggir
  • Kartöflumjöl
  • Grænmeti af ýmsu tagi (t.d. paprika, kínakál, brokkolí, gulrætur, baunir), skorið í bita
  • Sojasósublanda (asískt kjúklingasoð með soya, sojasósa, ostrusósa, sambal oelek (chilisósa), vatn – smakkið til eftir smekk)
  • Olía
  • Laukur
  • Hvítlaukur, pressaður
  • Engifer, pressaður
  • Yang Jiang baunir með engifer (rauð dós)

Hrærið saman Sojasósublönduna.

Skerið kjötið í þunna bita og veltið upp úr kartöflumjöli. Skerið grænmetið í ræmur/bita. Byrjið á að brúna lauk í olíu, bæta grænmeti við og steikið létt. Takið af hitanum og geymið.

Steikið hvítlauk og engifer í olíu. Bætið kjöti og Yang Jiang baunum út í og steikið vel. Bætið sósunni út í og svo grænmetinu grænmetinu. Jafnið með kartöflumjöli og bragðbætt með sojasósublöndunni.

Borið fram með hrísgrjónum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s