Sænskar kjötbollur í súrsætri sósu

kottbullarKjötbollur í súrsætri sósu voru upphaflega partýréttur: litlar, sætar kjötbollur sem dýft var í bragðmikla sósu. En þetta er alltof góður matur til að borða bara í veislum þannig að við höfum þetta hversdags heima hjá mér þegar kokkurinn nennir að útbúa kjötbollurnar.

Sænskar kjötbollur í súrsætri sósu

Bollurnar:

  • 1 pakki Nautahakk
  • 1 pakki lauksúpuduft
  • 15-20 ritz kex, mulið í duft
  • 1 egg
  • olía

Hrærið kjöt, duft, kex og egg saman, mótið litlar kjötbollur og steikið í olíunni.

Sósan:

  • ½ krukka rifsberjahlaup
  • ½ krukka sólberjasulta
  • ½ flaska heinz chili sósa

Setjið allt í pott og sjóðið saman við lágan hita í 5 mínútur.

Sem hversdagsréttur er þetta borið fram með hrísgrjónum og salati.

Sem partýréttur eru bollurnar hafðar eins litlar og mögulegt er og bornar fram kaldar með sósunni í skál til hliðar þannig að gestir geti dýft bollunum í hana að vild.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s