Kúmenkringlur

kringlurHefur þú prófað að baka kringlur? Hér er frábær uppskrift og þetta er einfaldara en það lítur út fyrir. Brauðið er hvítt og mjúkt og fullt af kúmen. Kringlurnar eru dásamlegar í nesti, t.d. á góðum sumardegi í Nauthólsvík. Ef þú tekur líka með góðan ost og vínflösku þá blasir alsæla við.

Kúmenkringlur

  • 3 dl mjólk
  • 100 gr smjör
  • 50 gr ger
  • 2 tsk salt
  • 3 msk kúmen
  • u.þ.b. 500 gr (8 dl) hveiti
  • 1 egg til penslunar

Hitið ofninn í 200°C.

Gerið leyst upp í bræddu smjöri og mjólk. Salt, kúmen og helmingur hveitisins hrært út í. Hnoðið afganginn af hveitinu upp í deigið og mótið 16-18 kringlur. Látið deigið lyftast undir klút í 45 mínútur. Penslið með eggi og stráið kúmeni yfir til skrauts. Bakið í miðjum ofni í 6-8 mínútur.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s