Lasagna

lasagnaÍris á vinkonu sem heitir Andrea og Andrea á mömmu sem er kölluð Begga. Hér er uppskriftin hennar Beggu að Lasagna.

Sjálf nenni ég sjaldan að búa til sósur frá grunni, kaupi bara góða rauða sósu, einhverja hvíta í krukkur og raða þessu til skiptis: steikt hakk, lasagna plötur, rauð sósa, hvít sósa, steikt hakk…

Lasagna eftir Beggu

Kjötsósa:

 • 2-3 msk olía
 • 1 stór laukur saxaður
 • 2 rif hvítlaukur söxuð
 • 500 gr nautahakk
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 lítil dós tómatpúrra
 • 2 dl kjötkraftur (1 teningur í 1 dl vatn)
 • salt, pipar, steinselja

Brúnið lauk og hvítlauk. Bætið hakki við. Setjið tómat, púrru, kjötkraft og krydd út í  og látið krauma í 30 mínútur.

Ostasósa:

 • 30 gr smjör
 • 3 msk hveiti
 • 4-5 dl matreiðslurjómi/mjólk
 • salt, pipar, múskat, timjan, sítrónupipar
 • 100 gr rifinn ostur (gjarnan einhver bragðmikill með)

Smjör brætt og hveiti hrært út í. Mjólk/rjóma hrært út í, kryddað. Osti bætt út í og hrært saman.

Sósur og plötur settar í eldfast mót – 3 hæðir. Osti stráð yfir og smá smjörklípur inn á milli.

Berið fram með grænu salati og hvítlauksbrauði. Kannski rauðvínsglasi með þegar vel stendur á.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s