Nautakjöt í tvöföldum kryddlegi

beefNautakjöt í tvöföldum kryddlegi er fullkominn veislumatur. Það þarf að elda hann með góðum fyrirvara en svo er kjötið borið fram kalt með meðlæti að vild. Gott kartöflusalat eða kryddbakað rótargrænmeti er til dæmis viðeigandi.

Uppskriftina fékk ég hjá Berit Thorsén sem kenndi mér sænsku þegar ég kom til Svíþjóðar sjö ára nýbúi.

Nautakjöt í tvöföldum kryddlegi

 • 500 gr nautafilé, ekki of þykkur vöðvi. Ég hef eldað þennan rétt með folaldakjöti og það var líka ljúffengt – og mun ódýrari kostur.

Kryddlögur 1:

 • 2 msk soya sósa
 • 1 msk hoi sin sósa
 • ½ tsk salt
 • 2 msk olía
 • 1 tsk sykur

Kryddlögur 2:

 • ½ dl hvítvín
 • ½ dl vatn
 • 2 dl olía
 • 1 tsk salt (má sleppa)
 • ½ tsk svartur pipar, vel mulinn
 • 1 hvítlaukslauf, pressað
 • ½ dl steinselja, söxuð
 • 2 msk kapers

Blandið öllum efnum í kryddlegi 1 saman. Setjið kjötið í plastpoka, hellið leginum yfir. Látið liggja í 3 tíma, snúið kjötinu af og til.

Stillið ofninn á 175°C

Leggið kjötið á grind í fati, stingið í kjöthitamæli og steikið þar til mælirinn sýnir 65°C, u.þ.b. 40 mínútur. Snúið kjötinu við einu sinni á meðan.

Leggið kjötið í álpappír og látið kólna.

Blandið kryddlög 2.

Þegar kjötið hefur kólnað er það skorið í þunnar sneiðar. Leggið sneiðarnar í skál og hellið leginum yfir. Geymið á köldum stað. Látið kjötið liggja í 4 klst. Hellið leginum upp á kjötið nokkrum sinnum.

Berið fram með bökuðum kartöflum, hvítlaukssmjöri og fersku, grænu salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s