Quesadilla

quesadillaHér eru nokkrar hrikalega girnilegar uppskriftir að mexíkönskum samlokum. Ég fann þessar útgáfur í blaðinu Birtu, mig minnir að kokkurinn hafi verið Halla Bára Gestsdóttir. Einfaldast er að baka þær í ofni en ef þið viljið hafa samlokurnar sérlega djúsí þá skulið þið steikja þær upp úr örlítilli, bragðgóðri olíu. Svo má halda áfram að prófa áleggstegundir. Ég hef til dæmis gert góðar máltíðir með því að setja afganga inn í Quesadillur.

Ef þú vilt baka brauðið sjálfur og hafa þetta ofurhollt þá getur þú prófað uppskrift frá Heilshugar.

Quesadilla með osti og rucola

 • 2 tortillur í hverja samloku

Fylling í 2 samlokur:

 • 2 ½ dl gouda ostur, rifinn
 • 1 ½ dl gráðostur, mulinn
 • 1 dl kotasæla
 • 3 dl rucola, gróft hakkað
 • salt og pipar
 • örlítið chili duft

Hitið ofninn í 180°C.

Öllu blandað saman og smakkað til með kryddi. Dreifið fyllingu á 2 tortillur og lokið með 2 öðrum tortillum. Hitið þar til ostur er bráðnaður og kökurnar ristaðar. Skerið í sneiðar og borðið.

 

Þrjár quesadillur

 • 3 tortillur
 • olía eða hvítlauksolía
 • balsam edik
 • rifinn ostur
 • rukola
 • 8 beikonsneiðar
 • 5 skinkusneiðar
 • 3 msk sýrður rjómi
 • 1 kúfuð msk sinnep (dijon eða grófkorna)

Hitið ofninn í 180°C.

Smyrjið allar kökurnar með olíu og setjið ostinn á eina. Bakið í smástund þar til ostur er bráðinn.

Brúnið beikon á pönnu og skerið í bita.

Hrærið smá olíu og balsam edik saman við rukola.

 • Kaka 1: beikon bitar, salat
 • Kaka 2: osturinn, skinka, sýrður rjómi og sinnep hrært saman og smurt yfir, salat
 • Kaka 3: leggið ofan á og þrýstið saman

Skerið í sneiðar og berið á borð.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s