Sunnudags smábrauð Sollu stirðu

smabraudÞetta er fullkomin uppskrift að brauði. Eftir að við Íris uppgötvuðum þessa í Matreiðslubók Latabæjar (höfundar Ragnar Ómarsson og Magnús Scheving) þá höfum við varla bakað brauð eftir neinni annarri uppskrift. Galdurinn er hellingur af matarolíu. Svo set ég meiri eða minni sykur eftir því í hvað ég ætla að nota deigið. Í pizzubotninn sleppi ég t.d. nánast alveg sykrinum.

Sunnudags smábrauð Sollu stirðu

  • 2 dl vatn, 37°C
  • 1/2 dl matarolía
  • 1 msk þurrger
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • 300 gr hveiti (eða 200 gr hveiti og 100 gr heilhveiti)

Hrærið saman vatni, matarolíu, þurrgeri, salt og sykri í stórri skál. Hrærið hveitið smátt og smátt út í og hnoðið deigið þegar allt hveitið er komið út í skálina. Látið deigið standa á hlýjum stað í 1 klst.

Hitið ofninn í 180°C.

Mótið brauð eða bollur og látið deigið aftur standa í 1/2 klst. Penslið með vatni til að fá skorpu. Penslið með eggi til að fá gljáa. Setjið fræ ofan á ef þið viljið. Bakið í 15 mínútur.

Það má skipta 300 gr af hveiti upp í heilhveiti + hveiti eftir smekk og oft nota ég hunang í stað sykurs. Ég held að galdurinn við þessa uppskrift sé öll matarolían. Þetta er alltaf dýrðlega mjúkt og ljúffengt brauð, við Íris höfum áralanga reynslu af því.

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s