Sveppurinn (gerbrauð)

breadSveppurinn er mjúkt og gott brauð sem ég bakaði oft þegar ég var unglingur. Þá var ég duglegri að baka brauð en ég er nú. Uppskriftin var úr Gestgjafanum fyrir kannski 25 árum. Nafnið var tilkomið vegna þess að það átti að baka brauðið í kringlóttu eldföstu formi, nógu litlu til að brauðið myndi bakast upp úr því og mynda nokkurs konar sveppaform. Þetta tókst oft ágætlega. Ég notaði reyndar aldrei blómapott eins og sést hér á myndinni en það væri gaman að prófa það líka.

Sveppurinn

  • 75 gr pressuger
  • 6 dl vatn
  • 1 dl sykur
  • 75 gr smjörlíki
  • 1½ tsk salt
  • 4 msk sólblómafræ
  • 4 dl heilhveiti
  • 10 dl hveiti

Leysið gerið upp í volgu vatninu og bætið öllu öðru út í nema hveitinu, hrærið saman. Hnoðið hveitið upp í deigið. Látið deigið lyfta sér í klukkutíma.

Hitið ofninn í 170°C.

Hnoðið aftur og setjið í djúpt, kringlótt form. Látið deigið lyfta sér í 15-20 mínútur í viðbót. Bakið í miðjum ofni í 45-55 mínútur. Ef brauðið verður of dökkt að ofan má setja álpappír yfir það síðustu 15-20 mínúturnar í ofninum.

 

Dásamlega mjúkt og gott brauð.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s